Breiðablik hefur komist að samkomulagi við hina serbnesku Sanja Orozović um að leika með liðinu á þessu tímabili. Mun leikmaðurinn koma til liðsins nú um helgina og er hún samkvæmt heimildum leikfær um leið og heimild verður komin fyrir hana.

 

Orozović er 28 ára gamall, 183 cm, framherji sem síðast lék með Spartak í Serbíu og í Adriatic deildinni.