Fjórir leikir voru í dag í 32 liða úrslitum Geysisbikars karla. Hamar sigraði Vestra b á Ísafirði, KR lagði Álftanes í Forsetahöllinni, Fjölnir bar sigurorð af KV og Njarðvík vann Val.

Sigurvegarar dagsins því allir komnir áfram í 16 liða úrslitin ásamt ÍA, Tindastól, Haukum, Skallagrím, KR b og Þór.

Úrslit dagsins:

Vestri B 63 – 70 Hamar

Álftanes 68 – 101 KR

KV 60 – 95 Fjölnir

Njarðvík 78 – 68 Valur