Lykilleikmaður 6. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Vals, Kendall Lamont Anthony. Á rúmum 37 mínútum spiluðum í sigri liðsins á Stjörnunni skilaði Anthony 34 stigum, 7 fráköstum, 7 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá setti hann öll fjögur skot sín úr djúpinu niður, en í heildina var hann með 72% skotnýtingu í leiknum.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Njarðvíkur, Mario Matasovic, leikmaður Hauka, Hilmar Smári Henningsson og leikmaður Keflavíkur, Michael Craion.