Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur, Jeb Ivey. Í sigri í tvíframlengdum naglbít gegn Stjörnunni skoraði Ivey 25 stig og gaf 5 stoðsendingar. Einkar skilvirkur leikur hjá Ivey sem var með 71% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum, en hann setti niður 5 af 7 skotum sínum fyrir utan.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Hauka, Hjálmar Stefánsson, leikmaður Þórs, Halldór Garðar Hermannsson og leikmaður Grindavíkur, Lewis Clinch.