Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Í öruggum sigri liðsins á toppliði Snæfells skilaði Dinkins 35 stigum, 12 fráköstum, 6 stoðsendingum og 5 stolnum boltum á öllum 40 mínútum leiksins.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður KR, Orla O´Reilly, leikmaður Vals, Ásta Júlía Grímsdóttir og leikmaður Breiðabliks, Kelly Faris.