Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Á rúmum 36 mínútum spiluðum í góðum sigri hennar kvenna á toppliði KR skoraði Dinkins 37 stig, tók 10 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Skallagríms, Shequila Joseph, leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy og leikmaður Snæfells, Danielle Rodriguez.