Sjöunda umferð Dominos deildar kvenna verður leikin í kvöld með fjórum leikjum. Mikil spenna hefur verið á öllum vígvöllum hingað til í vetur og því líklegt að svo verði áfram í kvöld.

Í Borgarnesi fá Borgnesingar Hauka í heimsókn þar sem liðin sem mættust í undanúrslitum í fyrra mætast. Snæfell fær Val í heimsókn.

Breiðablik freistar þess að ná í sinn fyrsta sigur með nýjan leikmann í farteskinu í Garðabæ. Þá mætir topplið KR í Keflavík í hörkuleik.

Eftir umferð kvöldsins verða öll liðin búin að mætast einu sinni og því fyrstu umferð af fjórum lokið. Nánar verður fjallað um leiki dagsins síðar í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Skallagrímur – Haukar – kl. 19:15

Snæfell – Valur – kl. 19:15

Stjarnan – Breiðablik – kl. 19:15

Keflavík – KR – kl. 19:15