Sjöunda umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með einum leik. Þar mætast Reykjavíkurliðin ÍR og Valur í hörkuleik.

Í Hellinum verður hart barist þar sem heimamenn í ÍR sem sitja í 6. sæti deildarinnar með sex stig fá Valsara í heimsókn. Valur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Stjörnunni.

Nánar verður fjallað um leikinn á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

ÍR-Valur kl 19:15