Sjöttu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Ljóst er að báðir leikirnir gætu reynst mikilvægir enda liðin sem mætast á svipuðum stað í tölfunni.

Fyrri leikur dagsins fer fram í Hafnarfirði þar sem Borgnesingar eru í heimsókn. Um svo kallaðann fjögurra stiga leik er að ræða þar sem líklegt er að liðin verði á svipuðum stað í deildinni þegar líður á.

Stórleikur fer svo fram í Njarðvík þar sem KR mætir í heimsókn. Liðin eru bæði með átta stig í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og því ljóst að hart verður barist. Það hefur engin verið svikin af viðureignum þessara liða í gegnum tíðina.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

Haukar – Skallagrímur – kl. 18:30

Njarðvík – KR – kl. 20:15

1. deild karla:

Hamar – Þór Ak – kl. 19:15

Sindri – Fjölnir – kl. 20:00

2. deild karla:

ÍA – Valur B – kl. 19:30