ÍA varð í gær fyrsta liðið í sögu Geysisbikarsins til að komast í næstu umferð keppninnar. Liðið vann þar Grundafjörð örugglega.

Geysisbikarinn heldur áfram í dag með fimm leikjum. Á Egilsstöðum eru Borgnesingar í heimsókn en Höttur vann æfingaleik þessara liða rétt fyrir tímabil í Fjósinu.

Úrvalsdeildarliðin Haukar og Þór Þ eiga ferðalög framundan á Akureyri og Stykkishólm. Þá fer fram áhugaverð viðureign B-liða KR og Hauka.

Leikir dagsins:

1. deild kvenna:

Njarðvík – Tindastóll – kl. 13:00

Geysisbikarinn:

Reynir – Tindastóll – kl. 12:00

Þór Akureyri – Haukar – kl. 15:00

Snæfell – Þór Þorlákshöfn – kl. 16:00

Haukar B – KR B – kl. 17:00

Höttur – Skallagrímur – kl. 18:30