LA Lakers töpuðu nokkuð illa fyrir Denver Nuggets í nótt.  Denver setti 117 stig á Lakers sem náðu að svara með aðeins 85 stigum.  Þrír leikmenn í nokkuð jöfnu og spennandi liði Denver skoruðu 20 stig í leiknum ( Malik Beasley, Jamar Murrey, Paul Milsap)  Kyle Kuzma var stigahæstur í liði Lakers með 21 stig en stórstjarna þeirra Lebron James hefur átt betri daga og skoraði aðein 14 stig.

 

Toronto Raptors halda áfram á sigurgöngu og hafa nú sigrað 6 leiki í röð.  Fórnarlamb næturinnar voru Memphis Grizzlies en lokastaða leiksins var 114:122. Ekki var staðan þó frýnileg fyrir Toronto þar sem að um miðbik þriðja leikhluta voru Memphic með 17 stiga forystu og allt leit vel út hjá þeim.  Lokasprettur leiksins var hinsvegar eign Toronto og lönduðu þeir sigri.  Spánverjin Marc Gasol (27 stig) var stigahæstur Grizzlies en Kyle Lowry skoraði 24 stig fyrir Toronto.  Toronto sem fyrr segir á 6 leikja sigurgöngu og spila næst gegn meisturum Golden State Warriors á heimavelli.

 

Önnur úrslit næt­ur­inn­ar:
Detroit – New York 115:108
Miami – Atlanta 113:115
Phoen­ix – Indi­ana 104:109