Urald King, sem farið hefur mikinn með liði Tindastóls í upphafi Domino’s deildar karla, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fara í tímabundið leyfi til að vera viðstaddur fæðingu barns síns vestanhafs. King, sem hefur skilað 22 stigum, 13 fráköstum og 33 framlagspunktum að meðaltali fyrstu fjóra leiki tímabilsins, verður af þessum sökum fjarverandi í liði Skagfirðinga þar til eftir jólafrí, að því er kemur fram kom í frétttilkynningu Tindastóls fyrr í vikunni.

King mun þó ekki enn vera farinn af landinu, en samkvæmt forráðamönnum félagsins er talið líklegt að hann fari um miðjan mánuðinn. King mun því vera með taplausu liði Tindastóls sem mætir KR í DHL Höllinni kl. 20:00 í kvöld.