Keflvíkingar munu gera sér glaðan dag komandi föstudagskvöldið 9. nóvember með steikarkvöldi. Veislan er haldin í Blue Höllinni við Sunnubraut, en á boðstólunum verður veglegt steikarhlaðborð að hætti Soho.

Mun það vera Gauti Dagbjartsson sem stýrir veislunni og Jón Jónsson mun spila fyrir gesti langt fram eftir kvöldi. Miðaverð er 4900 kr, en hægt er að panta miða á tölvupóstfanginu gulla@keflavik.is.