Jón Arnór Stefánsson leikmaður Íslands var spenntur fyrir leiknum gegn Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Jón býst við beittum belgum í leiknum en sagði íslenska liðið eiga möguleika ef liðið myndi spila vel.

Ísland mætir Belgíu í mikilvægum leik í forkeppni Eurobasket 2021 í kvöld þar sem Ísland verður að ná í sigur til að eiga betri möguleika á að komast í lokakeppni mótsins. Leikurinn fer fram í kvöld, 29. nóvember kl 19:45 í Laugardalshöllinni.

Landsliðið þarf á stuðning að halda til að ná í sigur í þessum mikilvæga leik. Hægt er að kaupa miða á leikinn hér.

Viðtal við Jón Arnór um leik kvöldsins má finna hér að ofan: