Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR tilkynnir aðdáendum í upphitunarmyndbandi fyrir leik kvöldsins gegn Grindavík að þetta tímabil verði hans síðasta. Segist hann ennþá hungraðri að enda þetta á réttum nótum, vegna þessa, en sjá má myndbandið í heild hér fyrir neðan.

Jón, sem er 36 ára, lék upp alla yngri flokka og seinna með meistaraflokk KR á sínum tíma fyrir utan 1999-00 tímabilið þegar hann var á mála hjá Artesia skólanum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Árið 2002 hélt hann svo í atvinnumennskuna þar sem hann spilaði með fjölda mörgum betri liða Evrópu (fyrir utan 2008-09 þegar hann lék með KR) þangað til hann kom aftur heim í í KR fyrir fullt og allt árið 2016.

Fyrr á þessu ári tilkynnti Jón það að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu í podcasti Körfunnar. Þar var farið yfir víðan völl, þar sem byrjað er á æskuárunum í KR, síðan miðskólann í Bandaríkjunum, NBA árið, ferilinn í Evrópu og margt fleira.

KR tekur á móti Grindavík kl. 19:15 í kvöld í Dominos deildinni.

KR vs Grindavík

Leikdagur! KR vs Grindavík kl 19:15 í kvöld. BBQ kl 18:00. ÁFRAM KR!

Posted by KR Karfa on Thursday, November 22, 2018