Minnesota Timberwolves hafa samkvæmt ESPN tekið tilboði Philadelphia 76ers um að senda miðherjann Justin Patton og bakvörðinn Jimmy Butler til þeirra í skiptum fyrir framherjana Dario Saric og Robert Covington. Þá munu Timberwolves einnig fá annarar umferðar nýliðavalrétt 76ers í skiptunum.

Stærsti bitinn í þessum skiptum vafalaust Jimmy Butler, en hann er talinn líklegur til þess að semja við 76ers þegar að samningur hans rennur út næsta sumar.

Í þeim 10 leikjum sem Butler hafði spilað á þessu tímabili fyrir Timberwolves skilaði hann 21 stigi, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.