Jakob Örn Sigurðarson leikmaður Boras í sænsku úrvalsdeildinni heldur uppteknum hætti með liði sínu. Í gær vann liðið öruggan sigur á UMEÅ í tíundu umferð deildarinnar.

Jakob kom inn af bekknum líkt og í síðustu umferðum en átti gríðarlega mikilvægt framlag fyrir lið sitt. Hann endaði með 20 stig og hitti gríðarlega vel. Auk þess var hann með tvö fráköst og eina stoðsendingu.

Boras situr í þriðja sæti deildarinnar með átta sigra og tvö töp. Efsta sæti deildarinnar Sodertajle er einnig með átta sigra en einungis eitt tap.