Miðherji Breiðabliks, Isabella Ósk Sigurðardóttir, verður líklega ekki meira með á þessu tímabili eftir að hafa slitið krossband á æfingu. Isabella hafði byrjað tímabilið með krafti og var fyrir meiðslin framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar fram að þessu. Samkvæmt fréttatilkynningu sendir félagið henni baráttu og batakveðjur og vonast til þess að sjá hana sem fyrst aftur á parketinu.

Breiðablik er í neðsta sæti deildarinnar, enn án sigurs eftir fyrstu sex umferðirnar.

 

Isabella Ósk Sigurðardóttir leikur væntanlega ekki meira með Breiðabliki á tímabilinu eftir í ljós kom að hún sleit…

Posted by Körfuknattleiksdeild Breiðabliks on Friday, November 2, 2018