Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.

Áttunda umferð Dominos deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin er sú síðasta fyrir tveggja vikna landsleikjahlé.

Spámaður vikunnar er fyrrum ritstjóri Körfunnar, upphafsmaður Ruslsins og ÍR-ingurinn Hörður Tulinius.

_______________________________________________________________________

Þór Þ. – Skallagrímur

Grjóthörð barátta um 8. sætið milli þessarra liða. Þórsarar hafa ekki náð að vera nógu sannfærandi á heimavelli en þó með góðan sigur á Grindavík í Lákahöfn. Skallarnir eiga enn eftir að vinna á útivelli og ætla ég að spá því að sá fyrsti komi í dag. Skallagrímur tekur þennan.

Tindastóll – ÍR

Kjörið tækifæri fyrir mína menn í Breiðholti að hefna fyrir tapið í undanúrslitunum síðastliðið vor. Það er hins vegar ástæða fyrir því að Stólarnir eru á toppnum þessa dagana og því ekki hægt að búast við öðru en að þeir taki þennan leik. Eitt sterkasta lið landsins á einum erfiðasta heimavelli deildarinnar og Matti enn meiddur. ÍR-ingar munu hins vegar bíta fast frá sér og í stúkunni verður engin keppni því mínir menn í Ghetto Hooligans munu jarða heimamenn þar. Stólar vinna þennan, nema Martin sulli niður 50 stigum.

KR – Grindavík

Grindvíkingar hafa ekki náð almennilegum takti á þessari leiktíð á meðan KR vélin er að hitna. Sögur herma að Geitin sé að snúa aftur hjólum tímans og farinn að spila eins og hann sé 25 ára. Þá er voðinn vís. Grindavík sækir L í DHL á meðan Jói B spilar aftur Informer með Snow handa mér. KR fer í 5-0 á heimavelli í þessari umferð.

Valur – Breiðablik

Botnslagur af bestu gerð. Bæði lið með sitthvorn sigurinn í vetur en Valur bætir við sig öðrum eftir þennan leik. Kendall verður í 40+ auk þess sem 1-2 í jöfnum leikjum ólíkt Blikum sem eru 0-2. Þessi verður jafn og Valur klárar hann.

Haukar – Keflavík

Fátt sem stöðvar Keflavíkurhraðlestina þessa dagana og allt útlit fyrir að Haukar verði bara enn eitt road-kill undir lestinni á leið hennar í sjötta sigurleikinn í röð. Haukar hafa þó unnið 2 í röð á heimavelli en það breytir engu þegar þú tekur á móti liði eins og Kef.  Keflavík sigrar með talsverðum mun.

Njarðvík – Stjarnan

Leikur umferðarinnar, tvímælalaust. Battle of the point-gods. Elvar Már mætir Ægi Þór. Njarðvík hefur verið á góðri siglingu í vetur – áður en Elvar kom aftur heim. Stjarnan hins vegar ekki. Tap í síðustu tveimur leikjum og þar af annað gegn Val. Stjörnunni gengur illa að loka jöfnum leikjum og eru 0-2 í þeirri tölfræði. Þessi leikur verður jafn en ljónin munu sigra í stútfullri Gryfjunni.

 

Spámenn tímabilsins: