Hildur Björg Kjartansdóttir heldur áfram að gera góða hluti í spænsku B-deildinni en lið hennar Celta Zorka er svo gott sem óstöðvandi í deildinni.

Liðið vann Barcelona um helgina 77-54 þar sem Hildur var að vanda í byrjunarliði liðsins og lék 24 mínútur.

Hildur var með átta stig og tíu fráköst, þar af sex sóknarfráköst. Einnig hitti hún mjög vel í leiknum eða fjórum af sjö skotum sínum.

Celta hefur þá unnið alla fimm leiki sína í deildinni  og sitja í efsta sæti deildarinnar. Liðið mætir Lima-Horta Barcelona í næstu umferð en það lið situr í þriðja sæti deildarinnar og því um spennnandi viðureign að ræða.