Mikið fjör var á leikjum NBA deildarinnar í gærkvöldi þar sem sjö leikir fóru fram. Giannis Antetokounmpo átti gjörsamlega magnaða troðslu yfir samlanda sinn Kostas Koufus eins og við sýndum í gær.

Lakers átti ekki séns í lið Toronto Raptors sem líta ansi hreint vel út þessa dagana. Í Washington gerðust magnaðir hlutir þar sem Omar Casspi tók Shammigod hreyfingu á leikmann New York sem varð eftir í fótsporunum.

Helstu tilþrif gærkvöldsins úr NBA má finna hér að ofan en úrslitin hér að neðan:

Úrslit gærkvöldsins:

Sacramento Kings 109-144 Milwaukee Bucks

Philadelphia 76ers 97-122 Brooklyn Nets

New York Knicks 95-108 Washington Wizards

Orlando Magic 117-110 San Antonio Spurs

Memphis Grizzlies 100-102 Pheonix Suns

Minnesota Timberwolves 81-111 Portland Trail Blazers

Toronto Raptors 121-107 Los Angeles Lakers