Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi þar sem dróg til tíðinda á flestum vígstöðum. Boston tapaði nokkuð óvænt gegn Charlotte á útivelli.

Kemba Walker hélt uppteknum hætti eftir 60 stiga leik helgarinnar og var með 43 stig í leik gærkvöldsins. Joel Embiid var öflugur í sigri Philadelphia á Phoenix og endaði með 33 stig og 17 fráköst.

Tíu helstu tilþrif kvöldsins má finna hér að ofan.

Úrslit gærkvöldsins: 

Boston Celtics 112-117 Charlotte Hornets

Cleveland Cavaliers 102-113 Detroit Pistons

Utah Jazz 94-121 Indiana Pacers

Pheonix Suns 114-119 Philadelphia 76ers

LA Clippers 127-119 Atlanta Hawks

Dallas Mavericks 88-98 Memphis Grizzlies

Denver Nuggets 98-104 Milwaukee Bucks

San Antonio Spurs 126-140 New Orleans Pelicans

Oklahoma City Thunder 113-117 Sacramento Kings