Helena Sverrisdóttir skrifaði í hádeginu undir samning við Val um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð.

Karfan ræddi við Helenu í hádeginu þar sem  hún viðurkenndi að það hafi verið erfitt að velja ekki Hauka en hún sé spennt fyirr komandi átökum. Nóg hefur verið að gera fyrir hana síðustu daga en atburðarrásin hefur verið hröð.

Helena var á síðasta tímabili valinn leikmaður ársins í Dominos deild kvenna, þar sem hún fór fyrir liði Íslandsmeistara Hauka.

Hjá liði Vals hittir Helena fyrir systur sína Guðbjörgu Sverrisdóttur. Ekki er ólíklegt að þær systur eigi eftir að mynda eitthvað sterkasta tvíeyki deildarinnar. Samkvæmt Helenu hafa þær systur aldrei spilað saman og því spennandi fyrir þær.

Valur er sem stendur í 5.-6. sæti deildarinnar ásamt Skallagrím, með 6 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar.

Viðtal við Helenu strax eftir undirskrift má finna hér að neðan: