Haukur Helgi Pálsson leikmaður Nanterre 92 í Frakklandi var gríðarlega öflugur í góðum sigri liðsins í Meistaradeild evrópu í gær.

Nanterre vann þar svissneska liðið Fribourg Olympic 96-87 þar sem franska liðið tók forystuna í seinni hálfleik og gaf hana ekki eftir eftir það. Annar sigur Nanterre í keppninni því staðreynd.

Haukur átti gríðarlega mikinn þátt í þessum sigri en hann endaði með 17 stig og eitt frákast í leiknum. Þá var hann með fimm þriggja stiga körfur í leiknum úr sjö skotum.

Nanterre situr í fjórða sæti B-riðils en liðið mætir Umana Venezia eftir viku.