Þrír leikir fóru fram í fyrstu og annarri deild karla í kvöld.

Í fyrstu deild karla sigraði Fjölnir lið Sindra á Hornafirði og í Hveragerði töpuðu heimamenn í Hamri fyrir Þór. Eftir leikinn eru Þór, Hamar og Fjölnir öll jöfn að stigum í efsta sætinu, en með sigri í næsta leik getur Höttur jafnað liðin.

Staðan í deildinni

 

Í annarri deild karla bar B lið Vals svo sigurorð af ÍA á Akranesi.

Staðan í deildinni

 

Úrslit kvöldsins:

1. deild karla

Hamar 116 – 118 Þór

Sindri 83 – 117 Fjölnir

2. deild karla:

ÍA 78 – 89 Valur B