Þeir félagar Kristófer Acox og Elvar Már Friðriksson eru á leið heim frá Denain í Frakklandi. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu.

Kristófer hefur verið meiddur og skv. Elvari þá ákváðu forráðamenn liðsins í Frakklandi að fara í aðra átt í leikstjórnandastöðunni.

Þeir munu væntanlega ganga til liðs við sín gömlu félög í deildinni og það má með sanni segja að þetta sé sannkallaður hvalreki bæði fyrir lið KR sem og lið Njarðvíkur. Þó er ekki loku fyrir það skotið að annaðhvor leikmaðurinn eða báðir munu snúa aftur út í atvinnumennskuna þennan veturinn.