Svo virðist sem allt ætlaði að keyra um koll þegar Teitur Örlygsson “staðfesti” í þættinum Dominoskvöldi að Elvar Már Friðriksson væri orðinn leikmaður Njarðvíkinga.  Miðlar og þá aðalega samfélagsmiðlar hafa logað ef svo má segja.   Hið rétta er hinsvegar að samkvæmt öruggum heimildum Karfan.is þá er ekkert staðfest í þessum efnum.

Samkvæmt sömu heimildum er Elvar svo sannarlega enn leikmaður Denain þrátt fyrir að Frakkarnir hafi sagt samningi við Elvar upp.  Í millitíðinni er Elvar að leyta sér að verkefni erlendis en vissulega ef sú staða kemur upp þá er Njarðvík ofarlega á lista hjá Elvari, og það hefur hann látið hafa eftir sér í viðtölum.