Í dag verður dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum. Dregið verður í íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl. 12:15. Ríkjandi bikarmeistarar Tindastóls eru í pottinum í dag í karlaflokki sem og ríkjandi bikarmeistarar Keflavíkurkvenna. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða rimmur koma út úr þessum drætti frá bikarskálinni góðu sem bakvörðurinn Falur Harðarson og núverandi þjálfari karlaliðs Fjölnis færði landsmönnum hér um árið.

Karlaliðin í pottinum í dag

Njarðvík
Grindavík
Stjarnan
Selfoss
KR
Fjölnir
Hamar
Haukar
Skallagrímur
KR b
Þór Þorlákshöfn
Tindastóll
ÍA
Vestri
Njarðvík b
ÍR

Kvennaliðin í pottinum í dag

Njarðvík
Fjölnir
Grindavík
Hamar
Haukar
ÍR
Keflavík
KR
Skallagrímur
Snæfell
Stjarnan
Tindastóll
Valur
Þór Akureyri