Eftir annars frábæra frammistöðu gegn Wichita State áttu Davidson lítin möguleika gegn sterku liði Purdue í nótt.  21 stigs tap varð niðurstaðan fyrir Davidson þegar þeir töpuðu 58:79 og þar með þeirra fyrsta tap í vetur.

 

Jón Axel sem var sjóðandi heitur í síðasta leik liðsins náði sér ekki á strik í nótt og skoraði aðeins 7 stig og augljóst að Purdue menn voru undirbúnir fyrir okkar mann.