FIBA dómarinn Davíð Tómas Tómasson mun á morgun 7. nóvember dæma í EuroLeague kvenna. Það er heimasíða KKÍ sem greinir frá þessu.

Davíð mun dæma í Frakklandi þar sem Flammes Carolo basket mætir tyrkneska liðinu Hatay Büyüksehir Belediyespor. Leikurinn fer fram í Charleville-Mézéres í Frakklandi og hefst leikurinn kl. 19:00 að staðartíma.

Mikið ferðalag hefur verið á Davíð Tómasi síðustu misseri en hann hefur dæmt nokkra leiki í Euroleague kvenna og öðrum evrópukeppnum innan FIBA. Nú síðast dæmdi hann í Belgíu tvo leiki í sömu keppni.