Raiffeisen Flyers Wels tapaði í dag leik sínum gegn Gmuden Swans í Austurrísku Bundesligunni.

Dagur Kár var að vanda í eldlínunni og lék yfir 32 mínútur. Hann var stigahæstur hjá liði Wels og endaði með 21 stig og þrjár stoðsendingar.

Flyers Wels sitja í áttunda sæti deildarinnar eftir níu umferðir og eru einungis með þrjá sigra. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en sigurleikirnir komu allir í röð í upphafi tímabils.

Næsti leikur liðsins er gegn Gunners Oberwart eftir landsleikjahléð en Dagur er í landsliðshópnum sem mætir Belgíu í vikunni.