Meistaraefni Boston Celtics eru hægt og bítandi að finna taktinn og í nótt fengu þeir verðugt verkefni þegar Milwaukee Bucks mættu ósigraðir í TD Garðinn.  Þó ekki hafi verið spáð rigningu þá sölluðu heimamenn niður 24 þristum sem kafsilgdu varnarleik Milwaukee.  117:113 loka niðustaðan í Boston.

 

 

 

Eitt allra skemmtilegasta liðið þetta árið, Sacramento Kings skoruðu hvorki meira né minna en 146 í sigri gegn Atlanta Hawks (115)  De´Aron Fox fór mikinn í leiknum og setti upp þrennu í 31 stigi, 10 fráköstum og 15 stoðsendingum.

 

 

Önnur úrslit fóru þannig:

Char­lotte – Okla­homa 107:111
Cleve­land – Den­ver 91:110
Phila­delp­hia – LA Clip­p­ers 122:113