Carmelo Anthony og forráðamenn Houston Rockets virðast hafa komist að samkomulagi um að Carmelo muni yfirgefa liðið.  Þetta hefur Daryl Morey framkvæmdarstjóri Rockets staðfest í yfirlýsingu.  “Eftir viðræður á milli aðila þá hefur sú ákvörðun verið tekin að Carmelo Anthony muni yfirgefa lið Houston Rockets og unnið er að úrlausn þessa máls.” sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Carmelo kaus að spila ákveðið hlutverk fyrir Houston þegar hann skrifaði þar undir en að einhverjum sökum virðast hlutirnir ekki ganga upp og margir þá skrifað það á varnarleik kappans, eða þá í raun vöntun á varnarleik hans.

 

Carmelo hefur spilað 16 ár í deildinni og er 34 ára gamall.  Kappinn hefur spilað 10 leiki með Houston og hafa þeir tapað 6 leikjum en unnið 4.  Síðan Carmelo hefur verið utan hóps er liðið með 2 sigra og 1 tap.  Þó svo að ekkert sé ákveðið með framtíð kappans hafa lið eins og Los Angeles Lakers, New Orleans og Portland verið nefnd sem hans næsti staður.