Breiðablik sigraði Skallagrím með 85 stigum gegn 79 í fyrsta leik 9. umferðar Dominos deildar kvenna. Leikurinn sá fyrsti sem Blikar sigra í vetur. Þær þó enn í neðsta sæti deildarinnar, en nú aðeins einum sigurleik frá Haukum í 7. sætinu. Skallagrímur sem fyrr með Val í 5.-6. sæti deildarinnar með þrjá sigurleiki eftir fyrstu 9 umferðirnar.

Staðan í deildinni

Tölfræði leiks:

Breiðablik-Skallagrímur 85-79 (19-28, 19-26, 21-10, 26-15)

Breiðablik: Sanja Orazovic 32/10 fráköst, Kelly Faris 28/10 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Björk Gunnarsdótir 17/4 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 6/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 0, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0.

Skallagrímur: Shequila Joseph 25/17 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Árnína Lena Rúnarsdóttir 15, Maja Michalska 8/6 fráköst, Bryesha Blair 8/4 fráköst, Ines Kerin 6/6 fráköst, Þórunn Birta Þórðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundadóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson