Keflvíkingar tóku á móti Vestra í 2. deild drengjaflokks í dag. Bæði lið eru með tvo sigra og eitt tap. Keflvíkingar töpuðu fyrir FSu fyrr í vikunni en Vestri fyrir Njarðvík í framlengdum leik fyrr í dag.

Fyrsti leikhluti var jafn, liðin skiptust á að leiða og það fór meira fyrir sóknartilburðum en vörn. Eftir því sem líða fór á leikhlutann þá voru það Keflvíkingar sem fóru að búa til smá forystu með því að raða niður þristum í andlit gestanna. Staðan eftir fyrsta leikhluta 30 – 23.

Annar leikhluti fór af stað með aðeins betri varnarvinnu hjá báðum liðum. Magnús Pétursson átti mjög góða innkomu hjá Keflvíkingum en Andri Þór Tryggvason, Arnór Daði Jónsson og Sigurður Brynjarsson áttu allir mjög góðan fyrri hálfleik. Hjá gestunum voru Hugi og Hilmir flottir ásamt Agli en Krzysztof átti fína innkomu. Keflvíkingar héldu leiknum vel í sínum höndum og staðan í hálfleik var 51 – 44.

Gestirnir byrjuðu þriðja leikhluta betur, náðu 7 stigum í röð án svara og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á því að skora eftir þetta og leikhlutinn var jafn og spennandi. Hugi Hallgrímsson náði sér í fjórða varða skotið í leiknum og Keflvíkingar þrátt fyrir að hitta minna hirtu hvert frákastið á eftir öðru. Keflvíkingar bættu aðeins í undir lok leikfjórðungsins, staðan að honum loknum 67 – 61.

Fjórði leikhluti byrjaði rólega það voru aðeins skoruð tvö stig fyrstu tvær mínúturnar og það voru heimamenn sem sáu um þau.  Liðin komust þó bæði af stað og það voru Keflvíkingar sem leiddu leikinn fram á síðustu mínútu með Vestra þétt á hælum sér. Aðeins tvö stig voru á milli liðanna þegar mínúta var eftir. Sigurður Brynjarsson setti þá einn funheitann þrist niður og kom Keflvíkingum í kjör stöðu. Gestirnir reyndu að koma til baka en tíminn hljóp frá þeim og Keflvíkingar sigruðu 82 – 76.

Byrjunarlið:

Keflavík: Andri Þór Tryggvason, Arnór Daði Jónsson, Sigurður Brynjarsson, Bergur Daði Ágústsson, Guðbrandur Helgi Jónsson og Bjarki Freyr Einarsson

Vestri: Hugi Hallgrímsson, Hilmir Hallgrímsson, Arnaldur Grímsson, Egill Fjölnisson og Friðrik Heiðar Vignisson

Hetjan:

Hetja Keflavíkur var Andri Þór Tryggvason, að öðrum ólöstuðum þá átti hann mjög góðan leik. Hjá Vestra voru það bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir sem leiddu liðið.

Kjarninn:

Tvö ung og efnileg lið áttust við. Varnarvinnan var á köflum ekki nógu góð en góð hittni og frákastabarátta skilaði Keflvíkingum sigri í dag.

Viðtöl:

Andri Þór Tryggvason

Egill Fjölnisson