Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðablik hefur fengið nýjan þjálfara til að stjóra liðinu út tímabilið.

Antonio D’Albero mun stýra liðinu út tímabilið en hann var aðstoðarþjálfari liðsins í byrjun tímabils. Antonio hefur þjálfað í Svíþjóð, Ítalíu auk landsliðs Jamaíka svo eitthvað sé nefnt. Halldór Halldórsson verður aðstoðarþjálfari Antonio.

Antonio stýrði Blikum í fyrsta sinní gær er liðið vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í Dominos deildinni. Þar sigraði Breiðablik Skallagrím í skemmtilegum leik en Antonio var líflegur á hliðarlínunni. Margrét Sturlaugsdóttir lét af störfum fyrir landsleikjahléið fyrir tveimur vikum og er eftirmaður hennar nú fundinn.

Til gamans má geta að Antonio er eiginmaður Florenciu Palacios leikmanns Stjörnunnar í Dominos deild kvenna. Breiðablik mætir Haukum í næstu umferð deildarinnar á miðvikudag.