Terrel Vinson leikmaður Grindvíkinga hefur fengið staðfest að hann er með slitið krossband og mun hann gangast undir hnífinn góða.  Óvitað er hvenær hann fer í aðgerð en hún mun verða framkvæmd hér á landi.  “Við hittum lækni á morgun og fáum þá að vita meira hvenær aðgerðin getur verið framkvæmd.” sagði Vinson í samtali við Karfan.is

 

Vinson hóf sinn feril á Íslandi með Njarðvíkingum í fyrra en Grindvíkingar sömdu við hann fyrir þessa leiktíð.  Vinson meiddist svo í leik gegn Skallagrím þar sem hann skilaði 27 stigum og tók 10 fráköst.   Síðan þá hafa Grindvíkingar samið við Lewis Clinch Jr.