Grindvíkingum varð að ósk sinni en sjálfur Lewis Clinch jr. er mættur í þriðja sinn á ferlinum til Grindavíkur! Hin tvö tímabilin (2013-2014 og 2016-2017) skiluðu bikarmeistaratitli og úrslitum í Íslandsmóti og í seinna skiptið undanúrslit í bikar og úrslit á móti KR í Íslandsmóti, epísk sería sem fór alla leið í oddaleik.

Lewis lenti í morgun og var að mæta rétt í þessu á netta æfingu fyrir stórleik kvöldsins gegn Keflavík, en vonir standa til að hann verði orðinn löglegur.

Karfan spjallaði við þjálfara Grindavíkur Jóhann Þór Ólafsson og Lewis Clinch að lokinni fyrstu æfingu þess síðarnefnda.