Önnur umferð Dominos deildar kvenna kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Í fyrsta leik umferðarinnar sigraði Snæfell Keflavík. Í kvöld lögðu Íslandsmeistarar Hauka lið Vals, Stjarnan vann nýliða KR og Skallagrímur hafði betur gegn Breiðablik.

Tvö lið eru því enn án taps í deildinni, Snæfell og Stjarnan, en stöðuna er hægt að skoða hér.

 

Úrslit kvöldsins:

Haukar 75 – 63 Valur

Skallagrímur 76 – 75 Breiðablik 

KR 74 – 78 Stjarnan