Trae Young verður illviðráðanlegur í framtíðinni

Trae Young gerir sitt besta þessa dagana að sýna Dallas Mavericks að þeir hafi skitið upp á bak með að velja Luka Doncic með valrétti nr. 3 í sumar. Sagan mun ein leiða það í ljós en Trae hefur óneitanlega farið mjög vel af stað í þessum fyrstu leikjum þó Luka sé enginn eftirbátur. Sjá tölfræði þeirra fyrir neðan. Trae setti 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í öruggum sigri Atlanta á Cleveland í gær.

Trae Young:  3 leikir – 23 stig – 3,3 fráköst – 8,3 stoðsendingar – 45,5% nýting (þar af 39,3% í þriggja stiga skotum).

Luka Doncic:  2 leikir – 18 stig – 7 fráköst – 3,5 stoðsendingar – 40,6% nýting (þar af 28,6% í þriggja stiga skotum).