Það eru ekki bara Dominos deildirnar sem hófust í vikunni því 1. deildirnar gerðu það einnig. Í kvöld fóru fjórir leikir fram.

Fjölni og Þór Ak  er spáð góðu gengi í 1. deild í vetur en liðin mættust í kvöld. Þór Ak unnu góðan sigur í Dalhúsum.

Í fyrstu deild kvenna byrja Hvergerðingar frábærlega með sigri á ÍR.

Úrslit kvöldsins: 

  1. deild karla:

Höttur 101-68 Sindri

Fjölnir 76-82 Þór Ak

Vestri 80-47 Snæfell

  1. deild kvenna

Hamar 69-56 ÍR

Mynd: Gunnar Jónatansson/Fjölnir