Leikstjórnandinn öflugi Pavel Ermolinski er kominn aftur af stað á æfingum með Íslandsmeisturum KR. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson formaður KR við Körfuna fyrr í dag. Segir hann ennfrekar að samningar við leikmanninn séu klárir, en ekkert sé vitað með nákvæmlega hvenær hann muni spila sinn fyrsta leik.

Ljóst er að verði af endurkomu Pavel á parketið, er um mikinn liðsstyrk að ræða fyrir Íslandsmeistarana, en á síðasta tímabili skilaði hann 8 stigum, 8 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.