Ókrýndur konungur ruðninganna með kennslustund

Gunnlaugur Gunnlaugsson hjá Vestra er þekktur á sínum heimavelli sem hinn ókrýndi konungur listarinnar í að fiska ruðninga. Hann sýndi allar sýnar bestu hliðar á móti Sindra í dag og fiskaði samtals fimm ruðninga, sem er meira en margir ná að fiska yfir heilt tímabil.