Í kvöld fara fram þrír leikir í annarri umferð Dominos deildar kvenna. Umferðin hófst síðustu helgi með viðureign Snæfells og Keflavíkur í Stykkishólmi.

Nokkuð áhugavert verður að sjá hvort að Valur nær að hefna fyrir tapið í úrslitum fyrir Haukum síðan síðasta vor. Þá var liðið aðeins einum leik frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en tapaði honum og Haukar urðu meistarar. Liðunum spáð nokkuð ólíku gengi fyrir þetta tímabil, en Valur hélt að miklu leyti í sinn leikmannahóp, á meðan að breytingarnar voru miklar hjá meisturunum.

 

Leikir dagsins:

Haukar Valur – kl. 19:15

Skallagrímur Breiðablik – kl. 19:15

KR Stjarnan – kl. 19:15