Wels Flyers fara vel af stað í Austurrísku úrvalsdeildinni þar sem Dagur Kár Jónsson er í eldlínunni.

Um helgina vann liðið öruggan sigur á meisturum síðasta árs Kapfenberg Bulls, 81-65. Dagur Kár var að vanda í byrjunarliði Wels. Hann endaði með 11 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar.

Ótrúlegt atvik átti sér stað undir lok leiks þar sem skapið fór ansi illa með David Samuels leikmann Kapfenberg. Hann virtist hafa fengið alveg nóg af Erwin Zulic eftir að sá tróð með miklum tilþrifum.

Samuels réðst þá fólskulega á Zulic og gaf honum kjaftshögg svo liðsfélagi Dags virtist ansi vankaður. Zulic þurfti aðhlyningu á sjúkrahúsi þar með heilahristing. David Samuels var rekinn frá Kapfenberg eftir leikinn og á yfir höfði sér frekari refsingu.

Myndband af atvikinu má finna hér að neðan:

Wels er í þriðja sæti deildarinnar eftir fjóra leiki. Liðið hefur unnið þrjá leiki og líta ansi vel út.

Helstu tilþrif leikinn má finna hér að neðan: