EuroCup keppnin hófst í vikunni með fyrstu umferð deildarinnar. Martin Hermannsson og Alba Berlín eru meðal þátttakenda í ár.

Martin var frábær í fyrsta leik Berlínarliðsins í keppninni. Alba Berlín vann tyrkneska liðið Tufas Bursa 107-91 eftir frábæran lokaleikhluta.

Martin lék nærri 25 mínútur í leiknum og var í byrjunarliðinu. Hann endaði með 15 stig, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Alba Berlín er í B-riðli EuroCup sem er systurdeild Euroleague og því ein alsterkasta deild Evrópu. Ásamt Alba eru Zenit Petersburg, Dolomiti Trento, Partizan, Turk Ankara og ASVEL Villeurbanne í B-riðli.