Lykilleikmaður annarrar umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Keflavíkur, Reggie Dupree. Í sigri Keflvíkinga á meisturum KR gerði Reggie herslumuninn. Skilaði 19 stigum (86% skotnýting) 4 fráköstum og stolnum bolta á aðeins rúmum 25 mínútum spiluðum, en flest stiga hans komu í einni runu um miðbygg lokaleikhlutans.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður ÍR, Hákon Örn Hjálmarsson, leikmaður Skallagríms, Eyjólfur Ásberg Halldórsson og leikmaður Stjörnunnar, Hlynur Elías Bæringsson.