Lykill: Danielle Victoria Rodriguez

 

Lykilleikmaður 1. umferðar Dominos deildar kvenna var leikstjórnandi Stjörnunnar, Danielle Rodriguez. Í glæstum sigri sinna kvenna á bikarmeisturum Keflavík í Blue Höllinni, skoraði Rodriguez 36 stig, tók 8 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður KR, Kiana Johnson, leikmaður Vals, Guðbjörg Sverrisdóttir og leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy.