Fimmta umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum. Ljóst er að gríðarlega litlu munar á milli liðana enda einungis tvö stig á milli fyrsta og sjöunda sætisins.

Vesturlandsslagur fer fram í Stykkishólmi í kvöld þar sem heimakonur í Snæfell taka á móti Skallagrím. Liðin sem mættust í undanúrslitum á síðustu leiktíð, Keflavík og Valur mætast í Blue-höllinni.

Botnlið Breiðabliks fær nýliða KR í heimsókn og í Garðabæ  fer fram annar nágrannaslagur milli Stjörnunnar og Hauka.

Fjallað verður um leiki dagsins á Körfunni síðar í kvöld.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Stjarnan – Haukar – kl. 19:15

Keflavík – Valur – kl. 19:15

Snæfell – Skallagrímur – kl. 19:15

Breiðablik – KR – kl. 19:15