Tímabilið heldur áfram að rúlla af stað í dag þegar önnur umferð Dominos deildar kvenna hefst.

Snæfell tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi kl 15:00. Báðum liðum er spáð góðu gengi í vetur en Keflavík byrjaði tímabilið á tapi gegn Stjörnunni en Snæfell vann Blika í fyrstu umferð í háspennuleik.

Þá fara tveir leikin fram í 1. deild kvenna. Þar á meðal suðurnesjaslagur Grindavíkur og Njarðvíkur.

Dominos deild kvenna: 

Snæfell-Keflavík kl 15:00

1. deild kvenna:

Fjölnir- Tindastóll kl 14:30

Grindavík-Njarðvík kl 16:30